Ferðalög
Til að bóka í ferðir þarf að skrifa sig á lista sem liggja frami í félagsmiðstöðvum, senda tölvupóst á febk@febk.is eða hringja í síma 554-1226 á skrifstofu félagsins sem eru opinn mánudaga og miðvikudaga 10:00-11:30.
Torremolinos - 14.-28. október
Við njótum þess heimsækja Torremolinos í Malaga. Komdu með í skemmtilega hópferð þar sem við ætlum að njóta alls þess besta sem svæðið hefur upp á að bjóða. Hitastigið er notalegt á þessum tíma og lögð er áherslu á að allir njóti sín í ferðinni með.
Fararstjóri er Margrét Halldórsdóttir formaður FEBK.
Verð á mann í tvíbýli með hálfu fæði kr. 278.900
Verð á mann í einbýli með hálfu fæði kr. 396.900
10.000 kr. afsláttur fyrir eldri borgara við bókun.
Innifalið í verði er:
-
Beint flug fram og til baka með Play
-
Flugvallagjöld og skattar
-
Ferðataska og handfarangur
-
Hótelgisting í 14 nætur
-
Hálft fæði - morgun og kvöldverður
-
Akstur til og frá flugvelli
-
Íslensk farastjórn
-
Dagskrá fyrir hópinn með farastjóra
Nánar á Úrval Útsýn
Uppselt
Grænland – fjögurra daga ferð í ágúst
-
Ferðin er á vegum Ferðaskrifstofu eldri borgara til Grænlands 19.-22. ágúst
-
Verð ferðarinnar eru kr. 309.500 miðað tvo í tvíbýli.
-
Einbýlingar greiða kr. 35.000 til viðbótar.
-
Við höfum forgang í 24 sæti til 1. mars.
-
Greiða þarf kr. 50.000 staðfestingargjald eigi síðar en 1. mars.
-
Innifalið: Flug og flugvallarskattar, tveggja manna herbergi með baði, morgunverður, tveir tveggja rétta kvöldverður og útigrill eitt kvöld, akstur, dagsferðir og íslensk farastjórn Friðriks Brekkan.
UPPSELT - BIÐLISTI
Fjallabak nyrðra – tveggja daga ferð í ágúst
27. - 28. ágúst (sunnudagur og mánudagur) förum við um fjallabak nyrðri og í Landmannalaugar. Við gistum í Vík og förum í þak gil á heimleiðinni. Í svona ferð um fjöll og firnindi og óbrúaðar ár þurfum við „grindarbíl“ og því er hámarksfjöldi í ferðinni 33 ferðafélagar.
-
Ferðadagar 27. og 28. ágúst
-
Verð fyrir félagsmenn er kr. 43.000 fyrir tvo í herbergi.
-
Verð fyrir einn í herbergi kr. 58.000,
-
Síðasti greiðsludagur til að halda öruggu sæti er 14. júlí.
-
Reikningur nr. 0536-26-685, kennitala 431189-2759.
-
Einnig er hægt að greiða á skrifstofu félagsins á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:00-11:30. Skrifstofan er lokuð í júlí.
Uppselt
Pólland – fjögurra daga ferð í október.
-
Ferð til Krakow með ferðaskrifstofunni Trans-Atlantik 3.-7. október.
-
Innifalið í verði eru rútuferðir til og frá flugvöllum hérlendis og erlendis, flugferðir, hótelgisting með morgunmat og farastjórn á íslensku.
-
Gist er á þriggja stjörnu hóteli.
-
Skoðunarferðir, aðgangur að stöfnum og kvöldverðir eru ekki innifaldir í verðinu en verið er að skoða hvað býðst.
-
Skráning er hafin í ferðina en greiða þarf kr. 40.000 í staðfestingargjald á skrifstofu eða inn á reikning félagsins.
Greiða þarf ferðina fyrir 1. ágúst. Upplýsingar um verð og greiðslufyrirkomulag eru veittar á opnunartíma skrifstofu á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:00-11:30. Einnig má senda tölvupóst á netfangið febk@febk.is.