top of page
Search

Sumarferð FEBK 2016

  • Stjórnin
  • Jan 12, 2016
  • 1 min read

FEBK FERÐ UM SUÐURSTRÖNDINA og AUSTURLAND

31 MAI TIL 4 júni 2016.

31. mai

Ekið frá Skrifstofu FEBK Gullsmára 9, klukkan 9 að morgni og ekið um suðuströndina að Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit.

1. Júní

Farið frá Smyrlabjörgum kl. 9 og ekið um firðina og um Fagradal til Hallormsstaðar, þar sem gist verður í 2 nætur. Stansað á Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðavarfirði og Fáskrúðsfirði.

2. júní

Farið frá Hallormsstað kl. 9 og ekið til Seyðisfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Neskaupstaðar.

3. júní

Farið frá Hallormsstað kl. 9 og ekið til Kárahnjúka. Komið tilbaka í Fljótsdalinn og stoppum, þar áður en við höldum áleiðis heim kl. 13.00 um Öxi til Berufjaraðar. Gisting á Smyrlabjörgum.

4. júní

Farið frá Smyrlabjörgum kl. 9 og ekið um Suðurströndina og komið í Gullsmára kl. 18.

Stoppað verður sem oftast og merkir staðir skoðaðir, og á leiðinni milli Djúpavogs og Kópavogs stoppum við á merkum stöðum, ýmist á austur eða suðurleið, eftir því sem hentar.

Gert er ráðfyrir að koma alltaf í gististað kl. 18.

Verð kr. 93.000 (105.000.- utanfélags) á manninn í 2ja manna herbergi með morgunmat (4 morgna) og kvöldverðarhlaðborði (4 kvöld). 1 manns herbergi kr. 107.000.- (119.000.- utanfélags).

Öll herbergi eru með sér baði.

Skráning og frekari upplýsingar á skrifstofu FEBK opið mánudaga og miðvikudaga 10.00 - 11.30 og í síma 554-1226

 
 
 

Comments


Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi

© 2020 FEBK. Gullsmára 9: 201 Kópavogur. Sími: 554-1226    - Vefsíðugerð - Uppsetning í samstarfi við www.

bottom of page