Ljósmyndasýning
Um þessar mundir stendur yfir merkileg ljósmyndasýning í félagsmiðstöð eldri borgara
að Gullsmára 13 í Kópavogi.Þar sýna félagar í ljósmyndaklúbbnum Út í bláinn verk sín. Þetta er mjög fjölbreitt sýning og myndir bæði í lit og svart/hvítar. Hefur sýningin fengið mjög góða dóma hjá þeim sem séð hafa. Alls eru 11 manns sem er með 84 myndir á sýningunni.
Sýningin er sett upp í tilefni af því að um þessar mundir er klúbburinn fimm ára. Að því að best er vitað er þetta eini ljósmyndaklúbbur innan vébanda eldri borgara á landinu. Saga klúbbsins er sú að haustið 2006 stofnaði Félag eldri borgara á Álftanesi ljósmyndaklúbb sem fékk allgóðar undirtektir. Hittust félagarnir annhvorn föstudag, ræddu málin og sýndu myndir. Þegar frá leið fækkaði félögum og ekki komu nýir inn í staðnn. Fundir klúbbsins voru auglýstir eins og aðrir viðburðir FEBÁ i sjónvarpsdagskránni sem borin var í öll hús í Garðbæ, Álftanesi og Kópavogi. Í kópavogi sá Marsibil Tómasdóttir auglýsinguna. Sá hún þarna góða hugmynd og kom að máli við Kristjönu Guðmundsdóttur þáverandi formann FEBK um að koma á laggirnar svipaðri starfsemi í Kópavogi. Tók hún strax vel í málið og hafði samband við Guðbjart I. Gunnarsson sem þá var formaður FEBÁ og hafði átt hugmyndina að stofnun ljósmynaklúbbs ásamt Guðrúnu Jóhannsdóttur sem var formaður FEBÁ þegar klúbburinn var stofnaður. Í Kópavogi tók Grétar Pálsson að sér að vera formaður klúbbsins. Á fyrsta fundi mætti ásamt fleirum Guðbjartur af Álftanesi og bauð hann félögum að koma á næsta fund á Álftanesi. Tókst þarna strax hið besta samstarf og voru fundir haldnir til skiftis á Álftanesi og í Gullsmára. Enn hafði fækkað félögum á Álftanesi svo ákveðið var fundir yrðu aðeins haldnir í Gullsmára enda var þar gott sjónvarp sem við gátum sýnt myndir í og tengt tölvur við.
Starfið fer þannig fram að við hjálpum hver öðrum eftir getu og kunnáttu, það er spjallað um myndir, myndatöku og myndvinnslu. Einnig er af og til farið saman í stuttar ferðir til myndatöku. Flest okkar hafa farið á námskeið á myndavélarnar og vinnslu mynda í forritinu Lightroom hjá Pálma Guðmundssyni ljósmyndara hjá ljósmyndari .is en hann hefur kennt þetta í fjölda ára og er mjög góðu leiðbeinandi. Aðild að klúbbnum kostar ekkert.
Að lokum vil ég benda á hvað ljósmyndun og myndvinnsla er skemmtileg og frábær afþreying fyir eldri borgar. Maður skreppur út kannski 2-3 tíma og getur þá verið verkefni heima í jafn marga daga. Og þetta er ekki dýrara en önnur afþreying sem er í boði. Guðbjartur I. Gunnarsson