Á Njáluslóðum
Þann 12. júlí var farin dagsferð um Njáluslóðir. Leiðsögumaður var Guðni Ágústsson. Byrjaði Guðni á því að kynna okkur nýja bæinn á Selfossi. Þar keyptum við okkur „Konungskaffi“ og svo var rennt við í Laugardælakirkju og litið á leiði Fischers og síðan ekið á Njáluslóðir. Guðni er fróður um Njálu og allt að því „persónulegur vinur“ þeirra Njáls á Bergþórshvoli og Gunars á Hlíðarenda.
Þessi ferð var mjög vel heppnuð og allir mjög ánægðir með ferðina.
Comments