top of page

Góð ferð um Gullna söguhringinn


28. júní stóð ferðanefnd fyrir ferð um Dalabyggð, svokallaðan Gullna söguhringinn. Fyrsti viðkomustaður var Erpsstaðir þar sem hægt var að kaup ís sem framleiddur er á staðnum. Fengum við góða frásögn um starfsemin búsins. Hólmar, bílstjóri okkar, fyrrum eigandi Erpsstaða kunni góð skil á því sem fyrir augu bar á ferð okkar.

Því næst lá leiðin í Búðardal þar sem skoðuð var Vínlandssýningin og léttur hádegisverður í boði. Hjarðarholtskirkja var næsti viðkomustaður. Þar tók Melkorka Benediktsdóttir á móti okkur og fræddi okkur um kirkjuna. Í hópi ferðafélaga voru fjórir Dalamenn sem voru skírði eða fermdir í kirkjunni (sjá mynd).

Við veginn sem liggur vestur Fellsströnd er Krosshólaborg. Af borginni er gott útsýni. Sagt er að landnámskonan Auður djúpúðuga, sem nam land í Dölum, hafi farið þangað til bænahalds og var um það leyti mikil átrúnaður á klettaborginni, þar sem talið er að Auður hafi látið reisa krossa, enda kristin. Kvenfélagskonur í Dölum reistu minnisvarða, steinkross um Auði djúpúðugu árið 1965 og sumarið 2008 var sett upp söguskilti á staðnum.

Haldið var áfram vestur Fellsströnd og komið við á Staðarfelli og Skarði. Á Nýp tóku á móti okkur hjónin Þóra og Sumarliði. Það fengum við smá næringu. Viðbætur og nýbyggingar á Nýp hafa ratað í heimsfréttir, en dóttir hjónanna, Sigrún hefur fengið margvísleg alþjóðleg verðlaun fyrir hönnunina. Síðasti viðkomustaðurinn á hringnum var á Dalahóteli á Laugum í Sælingsdal þar sem við fengum góðan kvöldmat áður en lagt var af stað í Kópavoginn. Við vorum svo lánsöm að hafa fengið Guðrúnu Ágústsdóttur sem sjá um leiðsögn í ferðinni. Var frásögn hennar mjög fróðleg og skemmtileg.

Comments


Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page