top of page

Sumarferðir komnar á dagskrá - Skelltu þér með

Í ár er boðið upp á úrval ferða á vegum félagsinns og eru skráningar þegar hafnar. Við biðjum alla þá sem hug hafa á að koma með í ferðir að skrá sig tímanlega þar sem takmarkað sætapláss er í boði í allar ferðir.

29. mai Söfn á suðurlandi Farið frá Félagsmiðstöðvunum Eldri Borgara Kópavogi: Gjábakka kl. 8,30 – Gullsmára kl. 8.45 – Boðanum kl.9,00 Heimsækjum Sögusetrið á Hvolsvelli og Eldfjalla og jarðskjálftamiðstöð Íslands sem var opnuð á síðasta ári. Eftir hádegishressingu gefst gestum kostur á að kynnast náttúröflunum á nýjan hátt í stóru gagnvirku Sýningarrými. Á heimleiðinni verður komið á Landgræðslusafninu í Gunnarsholti. Komið til Kópavogs um 5 leytið.

Verð kr. 10.000.- fyrir félaga og 11.000.- fyir utanfélagsfólk.

Skráning í ferðina er á Félagsmiðstöðvunum, skrifstofu FEBK Gullsmára 9 á skrifstofutíma, mánudaga og miðvikudaga frá 10 – 11.30 sími 554-1226 og tölvupósti til febk@febk.is Fararstjóri og leiðsögumaður er Þórarinn Þórarinsson

26. Júní Ferð í Þórmörk Farið frá Félagsmiðstöðvunum Eldri Borgara Kópavogi: Gjábakka kl. 8,30 – Gullsmára kl. 8.45 – Boðanum kl.9,00 Ekið sem leið liggur til Þórsmarkar með smá stoppi á Selfossi og Hvolsvelli. Fólk þarf að taka með sér nesti. Farið verður í stutta gönguferðir (ferðir) og því nausynlegt að vera vel skóaður. Súpa bíður okkar síðan á Hvolsvelli. Gert ráð fyrir að koma Í Kópavog um 8 að kvöldi.

Verð 9.000 kr. fyrir félaga kr. 10.000.- fyrir aðra.

Skráning í ferðina er á Félagsmiðstöðvunum, skrifstofu FEBK Gullsmára 9 á skrifstofutíma, mánudaga og miðvikudaga frá 10 – 11.30 sími 554-1226 og tölvupósti til febk@febk.is Fararstjóri og leiðsögumaður er Þórarinn Þórarinsson 17. júlí Ferð í Kerlingarfjöll Farið frá Félagsmiðstöðvunum Eldri Borgara Kópavogi: Gjábakka kl. 8,30 – Gullsmára kl. 8.45 – Boðanum kl.9,00 Ekið sem leið liggur að Gullfossi, þaðan til Hvítárness og til Kerlingarfjalla. Nesti verður snætt í skála Ferðafélags Íslands í Hvítanesi. Síðdegiskaffi í Kerlingarfjöllum. Á heimleiðinni verður stansað við Geysi, þar sem boðið verður uppá kjötsúpu. Gert er ráð fyrir að vera í Kópavogi um 8 leytið að Kvöldi.

Verð kr. 10.000 – fyrir félaga og kr. 11.000.- fyrir aðra.

Skráning í ferðina er á Félagsmiðstöðvunum, skrifstofu FEBK Gullsmára 9 á skrifstofutíma, mánudaga og miðvikudaga frá 10 – 11.30 sími 554-1226 og tölvupósti til febk@febk.is Fararstjóri og leiðsögumaður er Þórarinn Þórarinsson

Ath. Þetta er frekar erfið ferð, langur akstur. Ath. Í þessa ferð hafa félagar í FEBK algjöran forgang. Ferð um Strandir 10 til 12 ágúst 2018

Farið verður frá Skrifstofu FEBK Gullsmára kl. 9.00 föstudaginn 10 ágúst. Gist verður á Hótel Laugarhól í Bjarnarfirði í 2 nætur í 2ja manna herbergjum, sem eru ýmist með eða án baðherbergis. Sameiginleg snyrting og baðaðstaða er fyrir herbergin, sem eru án þeirra þæginda. Fyrsti hluti ferðarinnar er 260 km og aksturstími uþb 3 ½ klukkustund. Ferðatíminn er rúmir 8 tímar, þannig að við tökum þetta rólega og stönsum víða. Á öðrum degi haldið norður komið til Djúpavíkur Gjögur og Ingólfsfjarðar. Blá leið á korti. Dagur 3. Lagt í hann kl. 9 og eins og áður er dagurinn tekinn rólega stöldrum víða við óg áætlum að koma í Gullsmárann um rúmlega kl. 17 þann 12 ágúst Leiðsögumaður og fararstjóri Þórarinn Þórarinsson

Innfalið gisting, morgunverður og kvöldverður og léttur hádegisverður. Sala og skráning í ferðina er á skrifstofu FEBK Gullsmára 9. Við pöntun þarf að greiða 10.000.- kr. óafturkræft staðfestingargjald. Einungis hægt að skrá sig á skrifstofu FEBK Gullsmára 9. Verð: 2 í herbergi með baði kr. 65.000.- á mann. Kr. 68.000 Utanfélagsmenn 3 í herbergi með baði kr. 50.000.- á mann. Kr. 53.000 Utanfélagsmenn 2 í herbergi með aðgangi að sameiginlegri snyrtingu og baði kr. 53.000 á mann. 3 í herbergi með aðgangi að sameiginlegri snyrtingu og baði kr. 43.000 á mann. 14. ágúst Borgarnes, hvað er nú það? Farið frá Félagsmiðstöðvunum Eldri Borgara Kópavogi: Gjábakka kl. 8,30 – Gullsmára kl. 8.45 – Boðanum kl.9,00 Heimsækjum Landnámssetrið og Safnahúsið. Í Landnámssetrinu fræðumst við um Landnámið og Egilssögu. Í Safnahúsinu er meðal annars sýningin Börn í 100 ár, einstök sýning um líf íslensku þjóðarinnar á síðustu öld. Þar er einnig sýningin Ævintýri um mögnuð flugafrek farfuglanna. Eftir léttan hádegisverð í Landnámssetrinu heimsækjum við Borgarneskirkju og Skallagrímsgarð, sem er ein af perlum bæjarins. Á leiðinni heimtökum við á okkur krók og komum við í Deildartungu skoðum hverinn, þannn vatnsmesta á landinu og uppbygginguna í tengslum við hverinn. Komið til Kópavogs um 5 leytið

Verð kr. 9.500 fyrir félaga og 10.500 fyrir aðra.

Skráning í ferðina er á Félagsmiðstöðvunum, skrifstofu FEBK Gullsmára 9 á skrifstofutíma, mánudaga og miðvikudaga frá 10 – 11.30 sími 554-1226 og tölvupósti til febk@febk.is Fararstjóri og leiðsögumaður er Þórarinn Þórarinsson

Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page