Ferð um S-England
Komdu með á góðra vina fund í Englandi næsta vor
Á vit góðra vina í Suður-England19.-26. maí
Konunglega brúðkaupið, Downton Abbey, Poldark, Dómstjórinn, DoktorMartin, Agatha Christie, Shakespeare, Inspector Morse, Harry Potter ogBlenheim höllin Yndisleg og skemmtileg ferð um suðurhluta Englands.
Grunnþemað verður aðfara um slóðir sem við þekkjum vel úr vinsælum sjónvarpsþáttum sem eigafjölda íslenskra vina og aðdáenda. Ekki síður njótum við fallegra bæja, sveita ogkóngaslóða Englands sem verða komin í sumarbúning.
Kappkostað verður aðhafa dagleiðir stuttar, dvöl verður á sérvöldum hótelum í góðum milliklassameð morgunverði og kvöldverði og í för verða bæði íslenskur fararstjóri ogsérfróður enskur fararstjóri. Aðgangseyrir að öllum helstu viðkomustöðum erinnfalinn.
Allar staðfestar bókanir fyrir 1. des. fá 20.000 kr. afslátt
19. maí - Winsdsor og Downton Abbey
Ferðin hefst með flugi Icelandair frá Keflavík (kl. 7:40) til Heathrow flugvallar íLondon (koma kl. 11:45). Á flugvelli bíður rútan okkar og brunar í suð-vesturátt. Fyrsti viðkomustaður eru konungsslóðir í Windsor þar sem Harry prins gekkað eiga bandarísku leikkonuna Megan Markle fyrir réttu ári, 19. maí s.l. Hverhorfði eiginlega ekki á útsendinguna? Við göngum um staðinn og heimsækjumkastalann. (Aðgangur innifalinn). Frá Windsor ökum við skamma stund og þáverður verður á vegi okkar Highclere-kastalinn sem við þekkjum vel úrsjónvarpsröðinni Downton Abbey. Hér njótum við gullfallegra garðanna ogglæsilegrar hallarinnar undir leiðsögn heimafólks. (Aðgangur innifalinn.) Eftirheimsóknina ökum við til strandborgarinnar Bournemouth, þar sem gistverður fyrstu nóttina á Hótel Hallmark Bournemouth Carlton. Kvöldverðursnæddur á hótelinu (innifalinn). Um kvöldið er upplagt að rölta um miðbæinnen Bournemouth er annáluð lífleg
menningarborg.
20 .maí - Plymouth
Að loknum morgunverði verður ekið lengra í vesturátt að Cornwall-skaganum.Leiðin liggur til strandbæjarins Plymouth þar sem dvalið verður næstu þrjárnætur á Hótel Copthorne Plymouth sem er mjög vel staðsett nálægtmiðbænum og tæplega 15 mín gang frá ströndinni. Plymouth er afarskemmtilegur bær sem dregur til sín fjölda ferðamanna. Borgin stendur ágömlum merg. Hér kvöddu pílagrímarnir gamla landið og sigldu yfir til Ameríkuá skipinu Mayflower um aldamótin 1500. Um alla borg eru sögulegir staðir semvísa á gamla tíma en nútíminn hefur flest tromp í sinni hendi. Fjöldiveitingastaða og kráa, verslunarmiðstöðvar, fjöldi lista- og menningarviðburðaog frábær þjónusta við ferðamenn. Til beggja handa eru góðar baðstrendur og ínæsta nágrenni er stærsti þjóðgarður Bretlands, Dartmoor. Þennan dag notumvið til að kynnast bænum og gera okkur glaðan dag. Kvöldverður á hótelinu(innifalinn).
21. maí - Dómstjórinn og Agatha Christie
Þennan dag ökum við um slóðir Dómstjórans en þættirnir voru teknir upp ínæsta nágrenni Plymouth. Leiðin liggur til Broadsand-strandar, Torquay-borgar, Totnes (Coroner’s Court) og jafnvel gefst færi á að aka til þorpsinsCargreen þar sem kráin vinsæla er staðsett. Fáum okkur jafnvel einn gráan áBlack Dog Inn. íÍ TorquayÞá heimsækjum við safn tileinkað lífi og rithöfundaferliAgöthu Christie, skapara hins eldskarpa Mr. Hercule Poirot (innifalið). Eftirdagsferðina gefst færi á að njóta lífsins í Plymouth en kvöldmatur er snæddur áhótelinu (innifalinn).
22. maí - Poldark og Cornwall
Nú verður ekið í vestur út á hinn eiginlega Cornwall skaga og lifum okkur inn íumhverfi Poldark-þáttanna þar sem leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir (HeidaReed) leikur eitt af burðarhlutverkunum. Geta má þess að fleiri sjónvarpsseríureru í bígerð en illu heilli lést persóna Heiðu í síðustu seríu. Við ökum m.a. til St.Agnes og Botallack þar sem náman sem allt snýst um er staðsett. Auk þessa ernáttúra og landslag ysta hluta Cornwall-skaga afar heillandi og mögnuð.Komum við í hafnarbænum Polperro, sem ferðasíðan Tripadvisor tilnefndimeðal 10 fallegustu “óþekktra” bæja Evrópu. Ferðin endar á hótelinu íPlymouth og kvöldverður verður snæddur á hótelinu (innifalinn).
23. maí - Doctor Martin og rómversku böðin í Bath
Þennan morgun yfirgefum við hótelið í Plymouth og ökum til Port Isaac þarsem Doctor Martin, hinn afundni en ágæti læknir, rak læknastofu sína ísamnefndum sjónvarpsþáttum. Við áum í bænum, svipumst um og fáum okkurí svanginn áður en ferðin heldur áfram. Næsti viðkomustaður er hin fallegaborg Bath. Eins og nafn borgarinnar ber með sér hefur Bath verið allt frádögum Rómverja staður afslöppunar og vellíðunar, þar sem þeir byggðuaðstöðu við heitar lindir sem hér eru Við munum heimsækja og skoða hinmögnuðu rómversku böð en Rómverjar kunnu svo sannarlega listina að “fara ípottinn” (aðgangur og leiðsögn innifalin). Enn er Bath vinsæl ferðamannaborgmeð líflegu mannlífi og menningarlegu ívafi. Síðdegis ökum við út fyrir borginaað einstaklega skemmtilegu sveitahóteli, Best Western Leigh Park CountryHouse & Vineyard. Hér snæðum við kvöldverð (innifalinn) og gistum næstunótt.
24. maí - Shakespeare
Nú liggur leið okkar eftir ævintýralegri leið um Cotswald-hérað sem oft líturfremur út fyrir að vera hluti leiktjalda fremur en afrakstur duttlunganáttúrunnar. Leiðin liggur til bæjarins Stratford-upon-Avon sem var heimabærstórskáldsins Shakespears. Bæjarlífið er einkar litríkt og fjörugt. Hérheimsækjum við heimili skáldsins (innifalið) og hér má einnig finnaShakeapeare-leikhúsið, afar fjörugan markað, götulistamenn og fjöldaferðamanna. Er degi tekur að halla höldum við út fyrir Stratford-upon-Avon ogsetjum okkur niður á fremur litlu og einstaklega fallegu hóteli úti í sveit,Stratford Manor. Hér borðum við kvöldverð (innifalinn) og gistum næstu nótt.
25. maí - Inspector Morse og Harry Potter
Þessum degi eyðum við í Oxford sem er líklega frægasta háskólaborg í heimi.Miðbærinn er einstaklega skemmtilegur, eldgamall en frábærlega vel viðhaldið og háskólabyggingar á hverju strái. Við göngum um bæinn og hugsum tilInspector Morse sem hér leysti marga ráðgátuna og hér var verulegur hlutimyndanna um Harry Potter kvikmyndaður. Síðan er frjáls tími og af nógu aðtaka en fararstjórinn verður ávallt til taks. Oxford er talinn sá staður í Bretlandiþar sem draugagangur er mestur þannig að best er að hafa augun hjá sér! Héreru ómótstæðileg söfn á borð við Ashmolean-safnið (listaverk, arkitektúr ogfornminjar), Nýlistasafnið og Visindasafnið. Sjálfsagt er að kíkja á markaðinnsem stofnaður var 1774 og um að gera að kanna hvað er á fjölunum íShakespeare útileikhúsinu. Rúsínan í pylsuendanum er bókaverslun Blackwellssem er stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Hér er gönguferðin með sérfróðumfarastjóra innifalin en annað ekki.Síðustu nóttina gistum við á Best Western Plus - Magnolia Park þar sem viðborðum kvöldmat (innifalinn).
26. maí - Blenheim Palace og Churchill
Síðasta morguninn munum vð heimsækja Blenheim Palace sem er stærsta ogað margra mati tilkomumesta höll Bretlands. Höllin var gjöf ÖnnuBretadrottningar árið 1704 til Hertogans af Marlborough sem þakkarvotthennar og þjóðarinnar fyrir að leiða hersveitir bandamanna til sigurs íorrustunni við Blindheim, sem nú er í Suður-Þýskalandi (Blenheim er enskafbökun nafnsins), í afar flóknum stríðsátökum sem ganga undir nafninuSpánska erfðastríðið (1701-1714). Meðal afkomenda hertogans var WinstonChurchill, sem fæddist hér og bjó í æsku, og enn er frændi hans, 12. hertoginnaf Marlborough, búsettur í höllinni. Blenheim Palace er nú í höndum opinberraaðila og er á heimsminjaskrá UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðuþjóðanna, vegna hönnunar, safnkosts og sögulegs mikilvægis. Hreint út sagt,stórkostleg bygging!
Eftir heimsókn í Blenheim höllina liggur leiðin suður til Heathrow flugvallar viðLondon. Þaðan tökum við kvöldflug Icelandair , kl. 21:10, heim til Íslands oglendum í Keflavík kl. 23:20.
Verð á mann:Allar staðfestar bókanir fyrir 1. des. fá 20.000 kr. afslátt af neðangreindu verði.
Tvíbýli: 282.900 kr.Einbýli: 339.900 kr.
Innifalið:Flug fram og til baka til London, skattar og ferðataska.Góð rúta alla leiðina.7 hótel nætur á tilgreindum hótelum (3-4 stjörnur).Morgunverður og kvöldverður alla daga.Allar skoðunarferðir skv. ferðalýsingu
Aðgangseyrir á viðkomustöðum í samræmi við ferðalýsingu.Sérfróður enskumælandi fararstjóri.Íslenskur fararstjóri.
Ekki innifalið:Hádegisverður.Aðrar ferðir og aðgangseyrir sem ekki er tiltekið ferðalýsingu.Persónuleg útgjöld.Þjórfé.