Betur má ef duga skal! Það vantar fleiri á Þorrablótið.
- FEBK
- Jan 15, 2023
- 1 min read

Þessi hrútur kann að hafa átt sinn þátt í tilurð nokkurra þeirra dilka sem nýttir eru til matar á Þorrablótinu okkar. NAMM NAMM, LOSTÆTIÐ LJÚFA. NAMM, NAMM, LUNDABAGGI OG SVIÐ. Þetta er úr Þorrakveðskap sem sungið er undir laginu “Öxar við ána”. Þorrablót Félagsmiðstöðvanna og FEBK verður haldið laugardagskvöldið 21. janúar í Gullsmáranum. Enn eru til það margir miðar að við verðum að fá meiri þátttöku til að geta haldið blótið. Endilega skráið ykkur því hjá okkur í síma 554 1226 eða á lista í Félagsmiðstöðvunum mánudaginn 16. janúar. Miðasalan hefst á þriðjudaginn í Félagsmiðstöðvunum. Verð 8.500 kr. Góður matur og ball á eftir og fríar rútuferðir frá Boða og Gjábakka og til baka aftur. Sjá nánar í auglýsingu blótsins í fyrri frétt.
Comments