Ferð í Guðmundarlund 15.júní.
Eins og undanfarin ár efna Kópavogsbær, Skógræktarfélag Kópavogs og Félag eldri borgara í Kópavogi til samveru fyrir eldri borgara í Kópavogi í Guðmundarlundi.
Í ár stefnum við á 15. júní og hittumst milli kl. 14 og 16.
Boðið verður upp á brauðmeti ásamt einhverju til að skola því niður með. Við væntum þess svo að geta sungið og jafnvel tekið sporið inni í hinu glæsilega félagsheimili Skógræktarinnar. Til að hafa nokkra hugmynd um hversu mikil innkaupin þurfa að verða og hversu margir ætla með rútum biðjum við væntanlega þátttakendur að skrá sig á lista í félagsmiðstöðvunum okkar eða senda okkur tölvupósta á febk@febk.is ekki seinna en mánudaginn 13. Júní. Boðið er upp á rútuferðir frá frá BOÐANUM, GULLSMÁRANUM og GJÁBAKKANUM kl. 13:30 og til baka rétt fyrir kl. 16 en fólk getur komið á eigin bílum en við viljum samt vita hversu margir ætla að koma. Látið okkur vita sem allra fyrst um þörf fyrir hjólastólaakstur frá félagsmiðstöðvunum.
Stjórn FEBK
Comentarios