Fundur fólksins – Samtal kynslóðanna
LEB – Landssaband eldri borgara tekur þátt í Fundi fólksins dagana 3. og 4. september 2021.
Á föstudeginum stendur LEB – Landssamband eldri borgara og LUF – Landssamband ungmennafélaga að Samtali kynslóðanna sem haldið verður í stóra salnum í Norrænahúsinu.
Fulltrúar elstu og yngstu kynslóðanna koma saman og ræða saman um málefni sem sameinar þessa þjóðfélagshópa. Snertifletirnir eru óteljandi og því tímabært að kynslóðirnar hefji samtalið og snúi bökum saman. Bein útsending viðburða er á www.fundurfolksins.is. Kl. 17:00 - Föstud.- 3. september 2021 er SAMTAL KYNSLÓÐANNA sem er sameiginlegur viðburður Landssambands eldri borgara og Landssambands ungmennafélaga. Fulltrúar elstu og yngstu kynslóðanna koma saman og ræða saman um málefni sem sameinar þessa þjóðfélagshópa.
Laugardaginn 4. september 2021 kl. 16:00 - efnir Landssamband eldri borgara til umræðu um
FJÖLBREYTTARI BÚSETUÚRRÆÐI FYRIR ELDRA FÓLK í Grósku hugmyndahúsi.
Rætt verður um millistig milli heimilis og hjúkrunarheimilis sem er eitt af aðal áherslumálum LEB í aðdraganda kosninga, en ljóst er að búseta á eigin heimili hentar ekki öllum.
Sjá nánari upplýsingar undir ,,Viðburðir" á Facebook síðu LEB-Landssambands eldri borgara.
Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en einnig er hægt að fylgjast með beinu streymi frá viðburðunum hér: https://vimeo.com/596555862
Comments