top of page

Fundur um erfðamál í Gjábakkanum þriðjudaginn 10. maí kl 13:00.


Nú er komið að síðustu félagsmiðstöðinni okkar með fræðslu Gísla Tryggvasonar um erfðamál sem hann nefnir hann "Höldum friðinn". Hann fer yfir þessi erfðamál í víðu samhengi og svarar spurningum sem vakna hjá fólki meðan hann talar eða búa í huga þess. Eins má senda honum fyrirspurnir á netfangið hans gt@advokat.is. Við hvetjum ykkur til að koma og kynna ykkur málin, fólk hefur sagt okkur að umræðan hafi verið fróðleg og gagnleg.

Gjábakkinn 10 maí kl 13:00. Gísli Tryggvason lögmaður kynnir á vegum Félags eldri borgara í Kópavogi meginatriði um erfðamál. Kynningin er ókeypis og allir velkomnir. Velkomið er að senda spurningar áður á gt@advokat.is sem reynt verður að svara í kynningunni auk þess sem boðið verður upp á spurningar og svör eftir kynninguna.

Farið verður yfir almennar reglur erfðalaga um lögerfðir, skylduarf og hvenær helst er þörf á að gera erfðaskrá – svo sem þegar um er að ræða samsettar fjölskyldur. Einnig verður tæpt á reglum laga um skipti á dánarbúum o.fl. og laga um erfðafjárskatt.

Gísli Tryggvason lögmaður (GSM 897-3314) hefur sérhæft sig í erfðamálum og hefur um árabil sinnt skiptum dánarbúa og einkum freistað þess að fyrirbyggja ágreining um erfðir og skiptingu arfs með gerð erfðaskráa og annarra erfðagerninga.

Fræðslunefnd FEBK

Comments


Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page