Færeyjaferð Félags eldri borgara í Kópavogi 16. - 19. sept. 2022
Föstudagur 16. september:Flogið frá Keflavíkurflugvelli kl.11:40 Rúta verður frá skrifstofu félagsins að Gullsmára 9 til Keflavíkurflugvallar og aftur til baka í ferðalok.Mælt er með að komið sé á flugvöllinn eigi síðar en 2 klst. fyrir brottförFlugferðin tekur rúma eina klukkustund.Kl. 14:05 að staðartíma er lent í Færeyjum.Rúta bíður okkar á flugvellinum og um 45 mínútna akstur er til Þórhafnar.Gist er á Hótel Föroyar,Förum í gönguferð um gamla bæinn í Þórshöfn. Heimsækjum ræðismannsskrifstofuna kl. 17:30 eða þar um bil og svo aftur á hótel. Um kvöldið borðum við léttan kvöldverð á Skeiva Pakkhúsinu eða í heimahúsi með einstakri upplifun Laugardagur 17. september:Kl. 09:00 Rúta sækir okkur á hótel, ekið um Straumey. Komið við í Saksunsem er einn fallegasti bærinn að margra áliti. Ekið yfir á Austurey, sjáum m.a. Risann og Kerlinguna og snæddur hádegisverður í hinum sérstaka bæ, Gjógv (Gjá).Frá Gjógv verður ekið eftir Austurey um Götu (heimabæ Þrándar í Götu og Eyvarar söngkonu), um göngin til Klaksvíkur. Byrjum á að skoða hina sérstöku kirkjuKl. 18:00 eða þar um bil er komið aftur á hótelið. Kl. 19:00 sækir rúta okkur og fer með hópinn í Kirkjubæ (um 30 mínútna akstur).Þar tekur Jóhannes Patursson, kóngsbóndi, á móti okkur.Lýkur með glæsilegri veislu í hinum gömlu húsakynnum að Kirkjubæ Þangað kemur danshópur og stígur færeyskan dans fyrir/með okkur.
Sunnudagur 18. september:
Kl. 10:00 Rúta sækir okkur. Farið í ÞjóðminjasafniðKl. 12:00 Rúta fer með okkur í Norðurlandahúsið Léttur hádegisverður.
Úr Norðurlandahúsinu göngum við niður að Listasafni Færeyja sem er vel þess virði að skoða.Heimsækjum hús William Heinesen, Laxnes þeirra Færeyinga, þar sem sonur hans, Zacharias Heinesen tekur á móti okkur. Zacharias er 83 ára og ern. Einn þekktasti listmálari Færeyja.
Dagurinn síðan frjáls.
Mánudagur 19. september:
kl. 08:00 Leggjum af stað.
Þá eiga allir að vera búnir að gera upp hótelið og koma töskum niður. Rútan kemur og sækir okkur vegna heimferðar.Á leið til flugvallar verður ekið að litlu þorpi á Vogey, Gásadali og njótum eins flottasta útsýnisstaðar í Færeyjum með útsýni til Tindhólms
Kl.10:25 Brottför til Keflavíkur, flugnúmer NY 401.Kl. 10:55 að staðartíma er áætluð lending í Keflavík.Hægt er að bæta við einum viðbótardegi, þriðjudeginum
Við hjálpum fólki að skipuleggja þann dag eftir óskum hvers og eins
Þá er flogið heim á miðvikudeginum.Ferðin er verðlögð á 155.000 krónur með ferðum til Keflavíkur og aftur í Kópavoginn.
Skráningarlistar verða settir upp í félagsmiðstöðvunum fimmtudaginn 19. maí og skrifstofunni hefst líka þann dag kl. 10 f.h.
ATH. EKKI er hægt að skrá sig í gegnum netfangið okkar.
Greiða þarf 50.000 króna staðfestingargjald fyrir 23. maí.
Innifalið í verðinu:
- akstur til Keflavíkur og til baka aftur að Gullsmára 9
Comments