top of page

Færeyjarferðin.


Enn eru örfá sæti laus í ferðina. Hjálmar Waag Árnason verður fararstjóri en hann er af færeysku bergi brotinn og ákaflega fróður um allt og alla hagi þar. Það verður enginn svikinn af leiðsögn hans. Á lokakvöldi ferðarinnar verður ógleymanleg veisla í Kirkjubæ hjá Jóhannesi Paturssyni kóngsbónda. Hér eru þeir Jóhannes og Hjálmar utan við Kirkjubæ. Kóngsbóndinn er að sjálfsögðu klæddur á færeyskan máta . Væntanlega verður "Færeyskur dans" stiginn þarna að loknum ljúfum kvöldverði.

Comments


Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page