top of page
Search

GÖTUGANGA

  • FEBK
  • May 2, 2023
  • 1 min read

Þann 11. maí n.k. verður haldin fyrsta keppni í götugöngu sem farið hefur fram á Íslandi. Leiðin sem verður gengin er 3.4km sem byrjar niðri í Breiðablik og gengið verður um Kópavogsdalinn. Keppnin er hugsuð fyrir alla 60 og eldri á Íslandi. Gaman væri ef sem flestir myndu koma og taka þátt. Ræst verður frá Breiðablik klukkan 15:00.

Keppt verður í fjórum aldursflokkum sem eru:

60-69 ára

70-79 ára

80-89 ára

90+

Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki fyrir sig.

Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi hreyfingar eldra fólks og hversu fjölbreytt heilsuefling er í boði víðsvegar um landið. Gaman væri að sjá keppendur frá fjölda íþróttafélaga sem bjóða upp á hreyfingu fyrir þennan aldurshóp.

Slóð á skráningu er hér. Nauðsynlegt að allir sem eru 60 ára og eldri séu skráðir til leiks en ekkert þátttökugjald er í gönguna.

Hér er einnig slóð að viðburðinum.

Hlökkum til að sjá ykkur.

 
 
 

Comments


Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi

© 2020 FEBK. Gullsmára 9: 201 Kópavogur. Sími: 554-1226    - Vefsíðugerð - Uppsetning í samstarfi við www.

bottom of page