Bókarkynning í Gullsmáranum 2. nóvember kl. 20
Leshópur Gullsmára er nú aðra bókarkynningu sína í vetur.
Magnús Pétursson kynnir bók sína Lífshlaup athafnamanns sem fjallar um föður hans Pétur Pétursson alþingismanns frá Mýrdal. Pétur Pétursson sat á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn og kom líka víða við sögu í athafnalífinu. Hann starfaði fyrst í Landssmiðjunni, tók þátt í viðræðum um viðskipti Íslendinga við stjórnvöld ríkja í Austur-Evrópu, var forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, Álafoss og Norðurstjörnunnar. Pétur var mjög liðtækur við að endurskipuleggja atvinnurekstur sem gekk illa og gárungar fóru þá að kalla hann „afréttara fyrirtækja“!
Comments