top of page

Næsta ferð FEBK: "GULLNI HRINGURINN" 6. júlí 2022

Þetta er auðvitað ferð um Þingvelli, Gullfoss og Geysi og samkvæmt því sem okkur sýndist þá eiga fá skemmtiferðaskip að vera í Reykjavíkurhöfn þennan dag. Við tökum daginn snemma til að geta gert það sem gera á.

Rútan kemur við í öllum Félagsmiðstöðvunum sem hér segir: 08:00 Brottför Gjábakki 08:15 Brottför Gullsmári 08:30 Brottför Boðinn

Við ökum að Skálholti og stöldrum við þar um stund en förum svo að Flúðum í súpu í “Farmers Bistro”og skoðum svepparæktina í Flúðasveppum. Þá er förinni heitið að Geysi í Haukadal en ekki skulum við reikna með gosi úr honum en Strokkur er lifandi. Eins og “aðrir útlengingar” förum á neðra planið við Gullfoss og vonandi getum við barið hann augum þrátt fyrir hina ferðamennina.

Þá er komið að heimleiðinni í gegnum Þjóðgarðinn á Þingvöllum og við reiknum með einhverju stoppi við Þjónustumiðstöðina þar sem fólk getur keypt sér gos eða kaffibolla og komist á salerni.

Við eigum pantaðan tíma til að skoða Gljúfrastein þar sem Halldór og Auður Laxnes bjuggu á sínum tíma. Ferðinni lýkur svo í Kópavogi svona ca 17:30 en að sjálfsögðu verðu ekið að öllum Félagsmiðstöðvunum aftur. Verð 10.000 krónur fyrir FEBK félaga en 12.000 fyrir aðra. Innifalið er fargjald, súpan og skoðunarferðir um Flúðasveppi og Gljúfrastein. Skráning í félagsmiðstöðvunum og á vef FEBK. Greiða þarf ferðina fyrir júnílok. Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin 22. , 27. og 29. júní kl. 10-12.

Comments


Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page