Loksins héldum við aðlafundinn okkar 2021.
Við héldum aðalfund FEBK 2021 laugardaginn 18. september. Aðalfundinn á skv. lögum félagsins að halda í mars ár hvert en Covid og fjöldatakmarkanir hindruðu fundarhöld í þá. Það var bara fjölmenni um eða rúmlega hundrað manns á fundinum.
Ragnar Jónasson formaður flutti skýrslu stjórnar og Sigrún Þorláksdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins. Skýrsla og reikningar voru samþykkt athugasemdalaust. Helgi Ágústsson formaður ferðanefnar FEBK gerði stuttlega grein fyrir áformuðum ferðum og hópferð á Vínartónleika Sinfoníuhljómsveitar Íslands í Hörpu þann 6. janúar 2022 kl.20.
Þórarinn Þórarinsson gerði grein fyrir sumu af því sem Öldungaráðið hér í Kópavogi hefur rætt á fundum sínum en Öldungaráðin eru samstarfsvettvangur bæjaryfirvalda/sveitarstjórna og félaga eldri borgara vítt um land.
Ómar Kristinsson varaformaður bað fólk að senda FEBK rétt netföng, margir virtust vera með netföng þeirra vinnustaða er þeir störfuðu á og við fengjum of marga pósta til baka sem ekki skiluðu sér til viðtakenda.
Þórunn Jónsdóttir lét af stjórnarstörfum og voru henni á fundinum þökkuð störf hennar í þágu FEBK. Stefanía Björnsdóttir færðist úr varastjórn í aðalstjórn en hún er nú ritari félagsins. Í varastjórn (til næsta aðalfundar) var kjörinn Eiríkur Valdimarsson. Kaffi, gos og Prinspólo hresstu fundarmenn í hléi.
Comments