top of page

Velferð eldri borgara – fræðslufundur á RÚV þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13 - 15.

Fræðslufundur ÖÍ - Öldrunarráðs Íslands og LEB - Landssambands eldri borgara, á RÚV.


Hverjar eru áskoranir eldri borgara og hvernig er hægt að eiga innihaldsríkt líf alla ævi? Öldrunarráð Íslands og LEB - Landssamband eldri borgara standa fyrir fræðslufundinum, Velferð eldri borgara, á RÚV þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 15.00, þar sem víðtæk fræðsla og upplýsingamiðlun verður höfð að leiðarljósi.


ÖÍ hefur árlega staðið fyrir ráðstefnu um málefni sem varða eldri borgara. Á kórónuveirutímanum hefur ekki verið hægt að halda slíka ráðstefnu. En ÖÍ lét ekki fallast hendur heldur ákvað í samvinnu við LEB – Landssamband eldri borgara að finna leið til að ná til breiðs hóps þeirra sem eru komnir af léttasta skeiði,; hóps sem er orðinn fimmtungur þjóðarinnar og fer stækkandi.


Úr varð að halda fræðslufund í samstarfi við RÚV. Þar með gafst einstakt tækifæri til að tengjast eldri borgurum um allt land, þar sem samkomutakmörk og fjarlægðir setja engin takmörk. Það er von ÖÍ, LEB og RÚV að fræðslufundurinn nái til sem flestra eldri borgara og aðstandenda þeirra.Enda er dagskrá fræðslufundarins einstaklega fróðleg og áhugaverð. Sjá dagskrána hér: https://www.leb.is/frettir/velferd-eldri-borgara-a-ruv/


ความคิดเห็น


Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page