Vorsýning á handverki í Félagsmiðstöðvunum.
Um helgina verður opið í Félagsmiðstöðvum eldri borgara í Kópavogi þar sem fólk sýnir handverk sem unnið var í vetur. Það er misjafnt hvað gert var á hverjum stað. Eftirtalin viðfangsefnin voru í einni eða fleiri félagsmiðstöðvum: myndlist, postulínsmálun, tréskurður, handavinna (prjón), silfursmíði, bútasaumur, pennasaumur, ljósmyndun og fluguhnýtingar.
Kaffi og kleinur verða í boði á öllum stöðum. Opið bæði á laugardag og sunnudag (6. og 7. maí) milli kl. 13 og 17.
Endilega litið við og sjáið hvað hægt er að fást við og komið svo í haust og skráið ykkur í viðfangsefni sem höfða til ykkar og verið virk í því starfi sem kann að verða í boði á hverjum stað.
Commentaires