top of page
Search

Óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár

  • FEBK
  • Dec 22, 2020
  • 1 min read

Ágætu félagar. Senn er að baki undarlegt ár sem hefur ekki verið hliðhollt félagsstarfi okkar í FEBK. Fjöldatakmarkanir og lokanir félagsmiðstöðvanna vegna COVID19 er orsök þessa. Öll vonum við að ástandið batni með bólusetningum fljótlega á næsta ári og þar erum við þessi eldri í forgangshópi. Hvenær við getum svo farið að hittast og skemmta okkur saman eins og við gerðum liggur ekki ljóst fyrir á þessari stundu. Stjórn og skemmtinefnd FEBK þakkar ykkur samstarf á líðandi ári og óskar ykkur öllum eins gleðilegra jóla og þið getið átt með þeim takmörkunum sem eru í gildi um samgang við annað fólk. Megi svo rofa til sem fyrst á nýju ári svo félagsstarfið geti hafist á ný og árið 2021 verði okkur farsælt


 
 
 

Comments


Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi

© 2020 FEBK. Gullsmára 9: 201 Kópavogur. Sími: 554-1226    - Vefsíðugerð - Uppsetning í samstarfi við www.

bottom of page