top of page

„Það ætti að vera valkostur að vinna lengur“

-Frétt birt á vef www.leb.is


Formaður Landssambands eldri borgara segir að miklir aldursfordómar séu hér á landi. Það sé brot á mannréttindum að láta fólk hætta að vinna þegar það verður 70 ára.


Hvað eru aldursfordómar? Fordómar eru skoðanir sem ekki eru byggðar á þekkingu. Aldursfordómar eru fordómar sem beinast að aldri fólks. Dæmi um aldursfordóma er að segja að flestir aldraðir séu sérvitrir eða að allir aldraðir séu heilsulausir. Það eru líka aldursfordómar að gefa fólki ekki tækifæri vegna þess að það sé ekki lengur ungt, til dæmis að leyfa því ekki að vinna. Lesa má meira um aldursfordóma á Vísindavefnum. Mátti láta kennara hætta að vinna vegna aldurs Kennari í Breiðholtsskóla varð að hætta að vinna þegar hún varð sjötug. Henni var ekki sátt við að þurfa að hætta því að hún gæti enn unnið og það vantaði kennara í skólann. Hún fór í dómsmál við Reykjavíkurborg, sem rekur skólann. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi að það hefði ekki verið ólöglegt að láta hana hætta að vinna í skólanum. Í dómnum kemur fram að í kjarasamningum grunnskólakennara standi að þeir eigi að hætta að vinna þegar þeir verða 70 ára. Sú regla gangi ef til vill of langt en það þurfi að skoða betur. Finnst að fólk ætti sjálft að ákveða hvað það vinnur lengi Landssamband eldri borgara telur að dómarinn sé sammála því að reglan í kjarasamningunum gangi of langt, þótt hann hafi ekki samþykkt kröfur kennarans. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður landssambandsins, segir að það séu miklir aldursfordómar á Íslandi. „Heilinn hættir ekkert að virka á tilteknum afmælisdegi. Í dag er fólk um 70 ára aldur í svipaðri stöðu og fólk um 50 ára aldur fyrir áratugum. Lífið er svo miklu lengra. Það ætti að vera valkostur að vinna lengur ef heilsa og vilji er til þess,“ segir Þórunn. Hún bendir á að víða í Evrópu hafi fólk rétt til að vinna eins lengi og það vill. Svipað mál hafi til dæmis komið fyrir dóm í Bretlandi. Þar voru kröfurnar samþykktar. Þórunn segir líka að þótt sumt fólk fái undanþágu til að vinna lengur missi það ýmis réttindi og fái bara borgað tímakaup. Þórunn segir að Landssamband eldri borgara ætli að berjast fyrir rétti og frelsi fólks til að vinna eins og það vill. Og líka að alveg verði hætt að skerða lífeyri vegna vinnu. Fréttin birtist á RÚV 15.10.2020

Comentarios


Mikið lesið
Nýlegar fréttir
Fréttasafn
Leita eftir innihaldi
bottom of page